Nýtt lið í körfuboltanum

Uppsveitir var stofnað 2019.
Uppsveitir var stofnað 2019. Ljósmynd/Hrunamenn - Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Hrunamanna, Umf. Biskupstungna og Skeið- og Gnúpverjar sameina krafta sína í 2. deild karla í körfubolta á næsta tímabili og spila undir merki Uppsveita, eða ÍBU.

Þetta tilkynntu Hrunamenn á samfélagsmiðlum og sögðu það vera löngu tímabært að efla allar uppsveitirnar í körfubolta og bentu á hvað yngriflokkastarf ÍBU í fótbolta gengur vel. Laugdælir kusu sjálfir að taka ekki þátt í þessu samstarfi núna. Hrunamenn hafa leikið í 1. deild karla á undanförnum árum.

„Þessi sameining bíður upp á helling af tækifærum. Það verður auðveldara fyrir krakka að fá liðsfélaga á sínum aldri og sömuleiðis verður auðveldara að manna lið á mót. Einnig mun þessi sameining efla enn fleiri svæði í körfubolta og vonandi mynda góða stemmningu með félaginu. Fleiri sjálfboðaliðar og fleiri iðkendur munu koma að starfinu og verður gaman að sjá gróskuna í starfinu næsta vetur“ stóð í tilkynningu félagsins. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert