Ho You Fat til Hauka

Maté Dalmay, þjálfari Hauka.
Maté Dalmay, þjálfari Hauka. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Franski körfuboltamaðurinn Steeve Ho You Fat hefur samið við Hauka í úrvalsdeild karla en hann kemur þaðan frá franska 2. deildar félaginu Provence Basket.

Ho You Fat er 36 ára gamall og getur bæði spilað stöðu miðherja og kraft-framherja. Hann skilaði 11,5 stigum og tók fimm fráköst að meðaltali í leik með Provence Basket á síðasta tímabili.

„Ég er gríðarlega ánægður að hafa náð samningum við Steeve. Hann kemur með reynslu sem við þurfum í mjög svo unga leikmannahópinn okkar eftir frábæran feril í tveimur efstu deildum Frakklands sem eru sterkar, líkamlega erfiðar deildir,“ sagði Maté Dalmay, þjálfari Hauka um leikmanninn í tilkynningu Hauka.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert