Meiðsli Martins dýrkeypt fyrir Berlínarliðið

Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu.
Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Bayern München er Þýskalandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur gegn Alba Berlin, 88:82, í fjórða leik liðanna í Berlín í dag. 

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson meiddist í undanúrslitaeinvíginu og spilaði ekkert í úrslitum fyrir Alba Berlin. 

Bayern vann fyrstu tvo leikina í München en Alba Berlín vann þriðja í Berlín. Í kvöld reyndust Bæjarar sterkari og eru meistarar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert