Framlengir hjá Grindavík

Þorleifur Ólafsson skrifaði undir í dag.
Þorleifur Ólafsson skrifaði undir í dag. Ljósmynd/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur

Þorleifur Ólafsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta hefur framlengt samning sinn.

Þorleifur tók við liðinu árið 2021 þegar það komst upp í úrvalsdeild. Eftir að hafa haldið liðinu uppi sitt fyrsta ár sem þjálfari þess þá var liðið hársbreidd frá sæti í úrslitakeppninni í fyrra og fór svo alla lið í 4-liða úrslit í ár, bæði í deild og bikar.

Við ætlum okkur að sjálfsögðu alla leið á öllum vígstöðvum og hlökkum til að taka slaginn með Lalla á næsta tímabili,“ stóð í tilkynningu frá félaginu á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert