Dánarorsök fyrrverandi Lakers-mannsins opinberuð

Darius Morris, Kobe Bryant, sem einnig er látinn, og Steve …
Darius Morris, Kobe Bryant, sem einnig er látinn, og Steve Nash fagna sigri LA Lakers árið 2012. AFP

Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Darius Morris, sem lék til að mynda með LA Lakers í NBA-deildinni, lést af völdum hjartasjúkdóms. Áfengis- og eiturlyfjanotkun Morris höfðu einnig áhrif.

Morris fannst látinn í nágrenni Los Angeles í byrjun síðasta mánaðar og var dánarorsök þá ekki gefin upp.

Krufning leiddi í ljós að hann glímdi við kransæðasjúkdóm og að etanól (alkóhól), kókaín og hýdrókódón sem fannst í blóði Morris hafi haft stór áhrif á að hann lést.

Auk þess að spila með Lakers lék Morris með Phila­delp­hia 76ers, LA Clip­p­ers, Memp­his Grizzlies og Brook­lyn Nets, alls 132 leiki í NBA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert