„Það skiptir mál, fyrir yngri iðkendur, að það sé haldið vel utan um þá,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.
Birna, sem er 23 ára gömul, varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Keflavík á dögunum eftir öruggan sigur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:0.
Birna er uppalin í Keflavík en yngri flokka starfið hjá félaginu er í hæsta gæðaflokki og hefur meistaraflokkur kvenna notið góðs af því undanfarin ár en margir uppaldir leikmenn voru í lykilhlutverki hjá liðinu í ár sem vann þrefalt.
„Það skiptir líka miklu máli að þetta sé gaman,“ sagði Birna.
„Það má ekki vera einhver kvöð að mæta á æfingar og þegar ég var yngri fannst mér alltaf gaman að mæta á æfingar,“ sagði Birna meðal annars.
Viðtalið við Birnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.