„Hvaðan er allt þetta fólk eiginlega að koma?“

„Það voru 50 mínútur í leik og svo var byrjað að hleypa inn í húsið,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.

Birna, sem er 23 ára gömul, varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Keflavík á dögunum eftir öruggan sigur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:0.

Mikið af tilfinningum

Það var mikil stemning í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins og var fullt út úr dyrum í íþróttahúsinu í Keflavík í þriðja leik liðsins gegn Njarðvík þar sem Íslandsmeistarabikarinn fór á loft.

„Það fylltist allt af fólki og maður hugsaði með sér: Hvaðan er allt þetta fólk eiginlega að koma?“ sagði Birna.

„Það var mikið af tilfinningum í gangi hjá mér og ég á satt best að segja erfitt með að greina það nákvæmlega hvernig mér leið,“ sagði Birna en hún missti af úrslitaeinvíginu eftir að hafa slitið krossband gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins.

„Ég get ekki einu sinni sett það í orð hversu mikið mig langaði að vera inni á vellinum,“ sagði Birna meðal annars.

Viðtalið við Birnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Það var mikil stemning í húsinu þegar Keflavík tryggði sér …
Það var mikil stemning í húsinu þegar Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. mbl.is/Skúli B. Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert