Franskur framherji til Álftaness

Dúi Þór Jónsson og liðsfélagar hans í Álftanesi fá liðstyrk.
Dúi Þór Jónsson og liðsfélagar hans í Álftanesi fá liðstyrk. Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur samið við franska framherjann Alexis Yetna um að leika með karlaliðinu á næsta tímabili.

Karfan.is greinir frá og kveðst hafa heimildir fyrir.

Yetna er 26 ára gamall og 203 sentimetrar að hæð. Hann kemur til Álftnesinga frá liði Fairfield í bandaríska háskólaboltanum.

Einnig hefur Yetna leikið fyrir háskólalið Seton Hall og South Florida í Bandaríkjunum.

Hann á að baki leiki fyrir yngri landslið Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert