Guardiola kom að sigri Boston

Joe Mazzulla með NBA-bikarinn.
Joe Mazzulla með NBA-bikarinn. AFP/Elsa

Knattspyrnustjóranum Pep Guardiola er margt til lista lagt en hann aðstoðaði Joe Mazzulla, þjálfara körfuboltaliðsins Boston Celtics, að vinna bandaríska NBA-meistaratitilinn. 

Boston vann Dallas, 4:1, í úrslitaeinvíginu en Guardiola mætti á fyrsta leikinn og talaði við Mazzulla fyrir leik. 

Á blaðamannafundi eftir leikinn sagði Mazzulla að Guardiola, sem stýrir Manchester City, hefði hjálpað honum. 

„Dallas er með mjög sniðuga vörn. Við urðum að vera skapandi. Pep hjálpaði mér að skipuleggja það með því að segja mér hvernig ég ætti að hreyfa strákana og finna leiðir í gegnum vörnina,“ sagði Mazzulla. 

Pep Guardiola aðstoðaði Joe Mazzulla, þjálfara Boston.
Pep Guardiola aðstoðaði Joe Mazzulla, þjálfara Boston. AFP/Justin Tallis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert