Setur spurningamerki við umgjörð kvennalandsliðsins

„Núna þarf ég að vanda orðavalið mitt,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.

Birna, sem er 23 ára gömul, varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Keflavík á dögunum eftir öruggan sigur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:0.

Ekki alltaf skemmtileg

Birna á að baki 11 A-landsleiki fyrir Ísland en síðustu ár hefur hún ekki alltaf gefið kost á sér i verkefni með landsliðinu.

„Persónulega þá finnst mér þessi landsliðsverkefni ekki alltaf skemmtileg,“ sagði Birna.

„Auðvitað er mikill heiður að spila fyrir Íslands hönd og stoltið tekur alltaf yfir. Raunveruleikinn er samt sá að við erum oft að spila við risastórar þjóðir sem hafa á að skipa frábærum leikmönnum.

Ég veit ekki hvernig þetta er hjá öðrum þjóðum en hérna heima þá gæti þetta verið miklu betra og gleðin gæti verið miklu meiri. Þetta gæti verið miklu skemmtilegra,“ sagði Birna meðal annars.

Viðtalið við Birnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Birna Valgerður Benónýsdóttir.
Birna Valgerður Benónýsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert