Lakers ræður Redick

JJ Redick er sestur í heita sætið hjá Los Angeles …
JJ Redick er sestur í heita sætið hjá Los Angeles Lakers. AFP/MADDIE MEYER

NBA-liðið Los Angeles Lakers mun ráða JJ Redick sem þjálfara liðsins. Þetta er fyrsta þjálfarastarf Redick sem gerir fjögurra ára samning.

Darwin Ham var rekinn frá Lakers fyrir sjö vikum síðan eftir tap liðsins gegn Denver Nuggets í átta liða úrslitum NBA-deildarinnar. Félagið hefur tekið sér góðan tíma í að velja réttan aðila í starfið en Redick er þrautreyndur leikmaður sem spilaði fyrir Orlando Magic og Los Angeles Clippers meðal annars á fimmtán ára ferli í NBA-deildinni.

Redick er fertugur og heldur úti hlaðvarpi með stærstu stjörnu Lakers, Lebron James, en Redick sneri sér að umfjöllun um NBA deildina í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert