Slakasta liðið rak þjálfarann

Monty Williams er hann þjálfaði Phoenix Suns.
Monty Williams er hann þjálfaði Phoenix Suns. AFP

Detroit Pistons, sem var með slakasta árangur allra liða í NBA-deildinni í körfuknattleik á síðasta tímabili, hefur vikið Monty Williams úr þjálfara.

Detroit vann einungis 14 leiki og tapaði 68 í Austurdeildinni á tímabilinu og ákvað stjórn félagsins því að láta Williams taka pokann sinn.

Hann var ráðinn fyrir einu ári síðan og skrifaði þá undir sex ára samning. Þar sem fimm ár voru enn eftir af samningnum skuldar Detroit honum meira en 65 milljónir bandaríkjadala, tæplega 9,1 milljarð íslenskra króna.

Williams hefur tvisvar verið valinn þjálfari tímabilsins í NBA-deildinni, árin 2021 og 2022, þegar hann var þjálfari Phoenix Suns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert