Grindavík nælir sér í Bandaríkjamann

Devon Thomas mun styrkja Grindarvíkurliðið.
Devon Thomas mun styrkja Grindarvíkurliðið. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Grindavík hefur samið við bandaríska körfuknattleiksmanninn Devon Thomas fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeildinni.

Thomas er 29 ára gamall bakvörður sem kemur frá Nantes í Frakklandi. Þar var hann með 13 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali á leik. Thomas hefur leikið víða í Evrópu en hann hefur meðal annars spilað í Finnlandi, Króatíu og Þýskalandi.

Grindavík fór alla leið í úrslitin í úrslitakeppninni á síðasta tímabili en tapaði gegn Val í oddaleik á Hlíðarenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert