Þú átt eftir að lenda í fangelsi

Jayson Tatum og Jaylen Brown ræða málin í leik á …
Jayson Tatum og Jaylen Brown ræða málin í leik á móti Dallas. Það sést í bakið á Derrick White. AFP/Adam Glanzman

Tvíeykið Jason Tatum og Jaylen Brown voru lykillinn að 18. meistaratitli körfuboltaliðs Boston Celtics í NBA á mánudag.

Brown hefur sagt frá því að í menntaskóla í Georgíu hafi kennari sagt við sig: Þú átt eftir að enda í fangelsi.

Tatum minnist þess að hafa farið að gráta þegar grunnskólakennari í St. Louis hafi sagt við sig að draumurinn um að spila í NBA væri „kjánalegur“.

Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics, fagnar í skrúðgöngu, sem farin …
Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics, fagnar í skrúðgöngu, sem farin var í Boston á föstudag til að fagna 18. meistaratitli liðsins. AFP/Billie Weiss

 Ráðamenn í herbúðum Boston Celtics ákváðu á sínum tíma að byggja upp lið í kringum þessa tvo leikmenn með það að markmiði að landa enn einum meistaratitlinum.

Síðan Brown og Tatum byrjuðu að spila saman tímabilið 2017-18 hefur Boston fjórum sinnum tapað í úrslitum Austurdeildar og einu sinni í úrslitum.

Það var á móti Golden State Warriors árið 2022. Þessir ósigrar voru vissulega vonbrigði, en liðið hefur hins vegar verið í fremstu röð þennan tíma.

Jason Tatum ásamt liðsfélögum sínum í skrúðgöngunni í Boston á …
Jason Tatum ásamt liðsfélögum sínum í skrúðgöngunni í Boston á föstudag. Í frétt í Boston Globe sagði að skrúðgangan hefði minnt á dýrðardaga Boston Celtics á níunda áratugnum þegar Larry Bird og félagar réðu ríkjum í NBA. AFP/Billie Weiss

Oft hafa komið fram efasemdaraddir um að þeir væru nógu góðir til að hægt væri að byggja á þeim. Nú eru þeir meistarar og Brown var valinn mikilvægasti leikmaður liðsins bæði í úrslitum Austurdeildar og í viðureigninni við Dallas.

Eftir að það var tilkynnt sagði Brown að hann deildi þeim verðlaunum með Tatum, bróður sínum. „Við höfum nú spilað saman í sjö ár,“ sagði Brown þegar meistaratitillinn var í höfn. „Við höfum gengið í gegnum mikið – töpin, væntingarnar.

Fjölmiðlar hafa fullyrt alls konar hluti. Að við gætum ekki spilað saman. Að við myndum aldrei vinna. Við höfum heyrt þetta allt saman. En við lokuðum bara á það og héldum okkar striki. Ég treysti honum og hann treysti mér. Að ná þessu marki og deila því með JT er bara stórkostlegt.“

Tatum tók í sama streng í samtali við Boston Globe: „Meginmarkmiðið var að vinna meistaratitil. Okkur var sama hver yrði mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Ég veit að ég þarf á honum að halda í þessum leiðangri og hann á mér.“

Nánar er fjallað um 18. meistaratitil Boston Celtics í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert