Israel Martín snýr aftur í Tindastól

Israel Martín, þjálfari Tindastóls.
Israel Martín, þjálfari Tindastóls. mbl.is/Hari

Spænski þjálfarinn Israel Martín Concepción er aftur orðin þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfubolta en í þetta sinn tekur hann við kvennaliðinu.

Honum til aðstoðar verður Hlynur Freyr Einarsson en liðið spilar í úrvalsdeild á næsta ári í fyrsta sinn frá árinu 2000.

Auk þess að þjálfa meistaraflokk kvenna munu þeir Israel Martin og Hlynur Freyr báðir koma að þjálfun yngri flokka.

Hann var þjálfari karlaliðsins frá 2014-2015 og svo aftur 2018-2019. Síðan þá hefur hann þjálfað karlalið Hauka og Sindra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert