Vegleg rútína svo hárið sé til friðs

„Ég er orðin mjög vön því að setja hárið mitt í snúð,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.

Birna, sem er 23 ára gömul, varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Keflavík á dögunum eftir öruggan sigur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:0.

Snúðurinn haggast ekki

Birna var útnefnd besti leikmaður tímabilsins í úrvalsdeild kvenna en Keflavík varð þrefaldur meistari á nýliðnu keppnistímabili.

„Snúðurinn haggast ekki hjá mér,“ sagði Birna.

„Ég set þrjár teygur, fullt af geli og svo mikið hársprey, og þá er hárið til friðs,“ sagði Birna meðal annars.

Viðtalið við Birnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Birna Valgerður Benónýsdóttir.
Birna Valgerður Benónýsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert