Hefja leik á NM í dag

Íslenska u-20 landsliðið.
Íslenska u-20 landsliðið. Ljósmynd/KKÍ

U-20 ára lið kvenna í körfubolta hefur leik á Norðurlandamótinu í dag í Södertalje í Svíþjóð.

Fyrsti leikur liðsins er í dag gegn Írlandi klukkan 19:15, svo mætir liðið Svíþjóð á morgun klukkan 19:15 og Danmörk á miðvikudaginn klukkan 17:15.

Norðurlandamótið er annað tveggja sem liðið fer á nú í sumar en það seinna er B deild Evrópumótsins sem haldið er í Sofia í Búlgaríu 6.-14. júlí.



U20 kvenna:

Agnes Jónudóttir - Haukar

Agnes María Svansdóttir - Keflavík

Anna Lára Vignisdóttir - Keflavík

Bergdís Anna Magnúsdóttir - Fjölnir

Emma Hrönn Hákonardóttir - Þór Þorlákshöfn

Eva Wium Elíasdóttir - Þór Akureyri

Heiður Karlsdóttir - Fjölnir

Hekla Eik Nökkvadóttir - Grindavík

Jana Falsdóttir - Njarðvík

Krista Gló Magnúsdóttir - Njarðvík

Kristrún Ríkey Ólafsdóttir - Haukar

Sara Líf Boama - Valur

Þjálfari liðsins er Ólafur Jónas Sigurðsson og aðstoðarþjálfarar eru Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert