Nýliðarnir fá Bandaríkjamann

Abby Beeman.
Abby Beeman. Ljósmynd/Hamar-Þór

Bandaríska körfuboltakonan Abby Beeman hefur skrifað undir samning við Hamar-Þór, sem eru nýliðar í úrvalsdeildinni.

Abby er 22 ára bakvörður og spilaði með skólaliði Marshall í Huntington, Bandaríkjunum. Hún var að meðaltali með 16,6 stig í leik á síðasta tímabili hennar í skólanum.

„Abby Beeman er kraftmikill leikstjórnandi sem við hlökkum mikið til að fá til liðs við okkur,“ stóð í tilkynningu frá félaginu á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert