Skallagrímur missir lykilmann

Björgvin Hafþór Ríkharðsson
Björgvin Hafþór Ríkharðsson Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson

Körfuknattleiksmaðurinn Björgvin Hafþór Ríkharðsson leikur ekki með Skallagrími á næsta tímabili en hann þakkar Borgnesingum fyrir samstarfið á Instagram síðu sinni.

Björgvin er Borgnesingur að upplagi en hefur áður leikið með ÍR, Fjölni, Tindastóli og Grindavík. Hann hefur verið einn besti leikmaður 1. deildar undanfarin tímabil og skilur stórt skarð eftir sig í leikmannahópi Skallagríms.

Björgvin, sem er þrítugur, staðfesti við karfan.is að hann væri að flytja á höfuðborgarsvæðið og væri að leita sér að nýju liði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert