Stórleikur Jönu var ekki nóg

Jana Falsdóttir skoraði 24 stig gegn Írum.
Jana Falsdóttir skoraði 24 stig gegn Írum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stúlkurnar í U20 ára landsliðinu í körfuknattleik biðu lægri hlut fyrir Írum, 80:67, í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertälje í Svíþjóð í kvöld.

Jana Falsdóttir var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu og skoraði 24 stig. Agnes María Svansdóttir skoraði 14 stig og Eva Wium Elíasdóttir 10.

Íslenska liðið mætir Svíum í öðrum leik sínum á morgun og loks Dönum á miðvikudaginn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert