Töpuðu naumlega fyrir Svíum

Agnes María Svansdóttir skoraði 23 stig í dag.
Agnes María Svansdóttir skoraði 23 stig í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stúlknalandslið Íslands í körfuknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði naumlega fyrir Svíum, 78:73, á Norðurlandamótinu í Södertälje í Svíþjóð í dag.

Íslenska liðið hefur því tapað báðum leikjum sínum en það beið lægri hlut gegn Írlandi í gær og mætir Dönum í lokaleiknum á morgun.

Agnes María Svansdóttir skoraði 23 stig fyrir Ísland í dag og Anna Lára Vignisdóttir 21 en þær voru með meira en helming stiga liðsins. Hekla Eik Nökkvadóttir skoraði 9, Eva Wium Elíasdóttir 6, Heiður Karlsdóttir 6, Emma Hrönn Hákonardóttir 5 og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert