Íslenska kvennalandsliðið, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, sigraði í dag Danmörku í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í körfubolta, 66:50, í Södertalje í Svíþjóð.
Ísland hafnaði í þriðja sæti á mótinu og hlaut þar með bronsverðlaunin en liðið tapaði gegn Svíum og Írum í hinum tveimur leikjum mótsins.
Agnes María Svansdóttir skoraði átján stig og tók fimm fráköst, Jana Falsdóttir skoraði ellefu stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar og Eva Wiium skoraði níu stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar.