Skoraði 34 stig í sigri á Eistum

Almar Orri Atlason var óstöðvandi gegn Eistum í dag.
Almar Orri Atlason var óstöðvandi gegn Eistum í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska 20 ára landsliðið í körfuknattleik karla hóf Norðurlandamótið í Södertälje í Svíþjóð í dag á góðum sigri gegn Eistlandi, 84:72. 

Almar Orri Atlason átti sannkallaðan stórleik og  skoraði 34 stig. Tómas Valur Þrastarson skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Leo Curtis skoraði 14 stig og tók 12 fráköst.

Strákarnir mæta Svíum á morgun, Dönum á laugardaginn og Finnum á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert