Valur semur við leikstjórnanda

JuToreyia Willis leikur fyrir Val í vetur
JuToreyia Willis leikur fyrir Val í vetur Ljósmynd/Valur karfa

Kvennalið Vals í körfubolta hefur tilkynnt um komu bandaríska leikstjórnandans JuToreyia Willis. Willis lék í Sviss á síðasta tímabili.

Willis er 24 ára gömul og var valin besti varnarmaður svissnesku deildarinnar á síðustu leiktíð samkvæmt tilkynningu Vals og á að baki góðan feril í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hún lék fyrir Tuskagee háskólann.

Valur lenti í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni en vann neðri hlutann eftir skiptingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert