Álftanes fær goðsögn úr háskólaboltanum

Kjartan Atli Kjartansson krækti í nýjan leikmann
Kjartan Atli Kjartansson krækti í nýjan leikmann mbl.is/Árni Sæberg

Bandaríkjamaðurinn Andrew Jones hefur gengið til liðs við Álftanes í úrvalsdeild karla í körfubolta. Jones kemur frá Orchies í frönsku þriðju deildinni en á að baki magnaðan háskólaferil í Texas.

Álftanes tilkynnir um komu Jones á Facebook síðu sinni undir fyrirsögninni „Goðsögn úr Texas í raðir Álftnesinga“ hann leikur sem bakvörður. 

Jones þessi átti glæsilega byrjun á háskólaferlinum og var orðaður við NBA deildina  en greindist með hvítblæði á öðru ári sínu við skólann. Kappanum tókst að sigrast á sjúkdómnum og klára skólann áður en hann hélt í atvinnumennsku. 

Tilkynning Álftnesinga er hér að neðan og er skemmtileg lesning um leikmann sem gaman verður að fylgjast með í deildinni hér heima.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert