Frakki valinn fyrstur í NBA

Adam Silver, forstjóri NBA-deildarinnar, og Zaccharie Risacher við nýliðavalið í …
Adam Silver, forstjóri NBA-deildarinnar, og Zaccharie Risacher við nýliðavalið í nótt. AFP/TIMOTHY A. CLARY

Franski táningurinn Zaccharie Risacher var valinn fyrstur af Atlanta Hawks í fyrstu umferð nýliðavals NBA-deildarinnar sem fram fór í New York í nótt. 

Alex Sarr, sem einnig er franskur, var valinn af Washington Wizards sem átti annan valrétt og Houston Rockets valdi Reed Sheppard frá Kentucky-háskólanum í þriðja valrétti.

Frakkarnir Risacher og Alex Sarr.
Frakkarnir Risacher og Alex Sarr. AFP/STEVEN FREEMAN

Risacher er frábær skotmaður en hann er 205 sentímetrar að hæð og spilar sem lítill framherji. Hann er hávaxinn miðað við leikstöðu og tekur mikið af fráköstum. Sérfræðingar telja að hann muni ekki slá í gegn strax á fyrsta ári en hafi alla hæfileika til að verða stjarna í NBA-deildinni.

Risacher er annar Frakkinn sem valinn er númer eitt en Victor Wembanyama var valinn fyrstur á síðasta tímabili af San Antonio Spurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert