Íslendingar skelltu Svíum

Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig í dag.
Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í körfuknattleik eru með fullt hús stiga á Norðurlandamótinu í Södertälje í Svíþjóð eftir sigur á Svíum í dag, 82:78.

Þeir unnu Eista í gær og eru því með fjögur stig eftir tvo leiki en eiga eftir að mæta Dönum og Finnum.

Staðan í hálfleik var 37:35, Svíum í hag, og leikurinn var í járnum allan tímann en íslenska liðið skoraði síðustu fjögur stigin.

Almar Orri Atlason skoraði 16 stig fyrir íslenska liðið í dag, Tómas Valur Þrastarson 14, Kristján Fannar Ingólfsson 14, Ágúst Goði Kjartansson 13 og Elías Bjarki Pálsson var með 11 stig og 14 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert