LeBron og sonur hans orðnir liðsfélagar

LeBron James og sonur hans munu spila með LA Lakers …
LeBron James og sonur hans munu spila með LA Lakers á næsta tímabili. AFP/Tim Nwachukwu

Körfuboltamaðurinn LeBron James og elsti sonur hans, Bronny James, spila saman í LA Lakers á næsta tímabili í NBA-deildinni.

Bronny James var 55. leikmaðurinn til þess að vera valinn í annarri umferð í leikmannavalinu sem fór fram í gærkvöldi. 

Þeir eru fyrstu feðgar til þess að spila á sama tíma í NBA-deildinni en Lebron er 39 ára og Bronny er 19 ára.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert