Feðgarnir semja við fjölskyldumeðlim

Alexander Jan Hrafnsson skrifaði undir í gær.
Alexander Jan Hrafnsson skrifaði undir í gær. Ljósmynd/Körfuknattleiksdeild Breiðabliks

Feðgarnir Hrafn Kristjánsson og Mikael Máni Hrafnsson tóku við karlaliði Breiðabliks í körfubolta og stýra því á næsta tímabili.

Í gær samdi Breiðablik við leikmann sem þjálfarar liðsins þekkja mjög vel en hann Alexander Jan Hrafnsson gerði tveggja ára samning við liðið. Hann er sonur Hrafns og yngri bróðir Mikaels.

Alexander er fæddur árið 2007 og er hluti af sterkum 12. flokki og ungmennaflokki hjá félaginu. Hann byrjaði að æfa með meistaraflokki seinni hluta tímabilsins og  var valinn til æfinga með æfingahóp U-18 ára landsliðsins.

Breiðablik féll úr efstudeild á síðasta tímabili og spilar því í 1. deild karla á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert