LeBron segir upp samningnum

LeBron James
LeBron James AFP/Sean M. Haffey

Körfuboltamaðurinn LeBron James er samkvæmt bandarískum fjölmiðlum búinn að segja upp samningi sínum við Los Angeles Lakers. Stefnan er að endursemja við Lakers en sonur hans, LeBron James Jr., mun spila með Los Angeles liðinu á næsta tímabili.

Lakers er talið vilja bjóða James nýjan þriggja ára samning en hann átti eitt ár eftir af núverandi samning. James er stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar og næsta tímabil verður hans tuttugasta og annað í deildinni.

Lakers féll úr keppni í átta liða úrslitum Vesturstrandarinnar á liðnu tímabili og eru ekki taldir líklegir til að berjast um titilinn með núverandi leikmannahóp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert