Almar og Tómas í úrvalsliðinu

Almar Orri Atlason fór á kostum á Norðurlandamótinu þegar Ísland …
Almar Orri Atlason fór á kostum á Norðurlandamótinu þegar Ísland hrósaði sigri. Ljósmynd/FIBA

Almar Orri Atlason og Tómas Valur Þrastarson eru báðir hluti af fimm manna úrvalsliði Norðurlandamóts U20 ára í körfuknattleik sem var tilkynnt eftir að Ísland tryggði sér titilinn í dag.

Íslenska liðið vann alla fjóra leiki sína og fóru bæði Almar Orri og Tómas Valur mikinn.

Almar Orri var með 28 stig, sex fráköst, tvær stoðsendingar og einn stolinn bolta að meðaltali í leik á mótinu.

Tómas Valur, sem lék ekki í sigrinum á Finnlandi í dag, var með 19 stig, sjö fráköst og eina stoðsendingu að meðaltali í leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert