Álftanes sækir Grikkja

Kjartan Atli Kjartansson og félagar halda áfram að styrkja sig.
Kjartan Atli Kjartansson og félagar halda áfram að styrkja sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleikslið Álftaness hefur samið við gríska framherjann Dimitrios Klonaras fyrir næsta tímabil í úrvalsdeild karla. Klonaras kemur úr California State East Bay-háskólanum þar sem hann lék við góðan orðstír.

„Dimitrios er virkilega fjölhæfur leikmaður sem við teljum að muni smellpassa inn í leikstílinn okkar og leikmannahópinn. Hann hlaut frábært uppeldi í körfubolta, kemur úr sterku yngri flokka starfi í Grikklandi og hefur gert góða hluti í Bandaríkjunum síðustu fimm árin. Þetta eru sannkallaðar gleðifréttir, að hann sé orðinn Álftnesingur,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga.

Hinn tveggja metra hái Klonaras á að baki landsleiki fyrir yngri landslið Grikklands og var í akademíu PAOK en Grikkir eru mikil körfuboltaþjóð og ljóst er að hæfileikaríkur leikmaður er á ferðinni.

Ljósmynd/Álftanes körfubolti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert