Meistararnir til sölu

Jayson Tatum og félagar fagna NBA titlinum á dögunum.
Jayson Tatum og félagar fagna NBA titlinum á dögunum. AFP/Billie Weiss

Eigendur NBA meistara Boston Celtics, Boston Basketball Partners LLC, hafa sett félagið á sölu. Celtics vann nýverið annan titil sinn undir núverandi eignarhaldi.

Phoenix Suns er síðasta NBA lið sem skipti um eigendur en Mat Ishbia keypti liðið, ásamt kvennaliðinu Phoenix Mercury, á fjóra milljarða Bandaríkjadala í fyrra. Sjónvarpssamningar deildarinnar eru til sölu í ár og búist er við að verðið á þeim verði 2,5 milljarðar dala á ári.

Það virðist því vera góð tímasetning að selja fyrir Wyc Grousbeck, stjórnarformann og leiðtoga eigendahópsins en Boston Celtics er sigursælasta lið í sögu NBA með átján meistaratitla í bikarskápnum.

Jayson Tatum skrifaði í gær undir stærsta leikmannasamning í sögu NBA en hann er ein af stærstu stjörnum liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert