Hættir Kristófer Acox í landsliðinu?

„Mér finnst það líklegt sko,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.

Kristófer, sem er þrítugur, varð Íslandsmeistari með Val á dögunum eftir sigur gegn Grindavík í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.

Draumurinn að komast á EM

Kristófer á að baki 51 A-landsleik og var í leikmannahóp landsliðsins á Evrópumótinu í Finnlandi árið 2017 en hann íhugar nú að leggja landsliðsskóna á hilluna.

„Draumurinn væri að hjálpa liðinu að komast á Evrópumótið 2025,“ sagði Kristófer.

„Ég er ekki að fara spila meira á þessu ári vegna meiðsla en það væri gaman að taka þátt í Evrópumótinu næsta sumar með liðinu en ef ekki þá mun ég að öllum líkindum kalla þetta gott bara,“ sagði Kristófer meðal annars.

Viðtalið við Kristófer í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kristófer Acox.
Kristófer Acox. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert