Neikvæð umræða um Bronny James

Bronny James.
Bronny James. AFP/Meg Oliphant

Bronny James, sonur körfuboltastjörnunnar LeBron James, segir neikvæðu umræðuna í kringum hann ekki hafa áhrif á hann en fólk hefur sagt að Bronny fékk einungis sæti í NBA-körfuboltadeildinni vegna pabba hans.

„Ég hef strax séð á samfélagsmiðlum umræður um að ég á ekki skilið tækifæri en ég hef verið að fást við svona ummæli allt mitt líf svo þetta er ekkert nýtt. Þetta hefur magnast en ég kemst í gegnum þetta,“ sagði Bronny.

Bonny lenti í hjartastoppi í júlí í fyrra á æf­ingu með há­skólaliði sínu South Carol­ina og gat því ekki tekið þátt á öllu tímabilinu. Hann gat byrjað að æfa aftur í desember og var að meðaltali að skora fimm stig og gefa tvær stoðsendingar í leik. Hann var 55. leikmaðurinn til þess að vera valinn í leikmannavalinu og er leikmaður LA LAkers eins og faðir hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert