Naumt tap gegn Svíum

Stúlknalið Íslands tapaði fyrir Svíþjóð með tveimur stigum.
Stúlknalið Íslands tapaði fyrir Svíþjóð með tveimur stigum. Ljósmynd/KKÍ

U16 ára landslið Íslands mátti þola naumt tap gegn jafnöldrum sínum frá Svíþjóð, 78:76, í öðrum leik liðsins á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi í dag. 

Ísland vann fyrsta leikinn sinn af fimm sannfærandi gegn Noregi en tapar öðrum leiknum á svekkjandi máta. 

Staðan eftir fyrri hálfleikinn var 39:37 Svíþjóð í vil en íslenska liðið komst yfir fyrir þann fjórða, 59:58. 

Svíar voru hins vegar sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og unnu að lokum tveggja stiga sigur. 

Rebekka Rut Steingrímsdóttir skoraði 20 stig, tók níu fráköst og gaf eina stoðsendingu fyrir íslenska liðið. Þá skoraði Hulda María Agnarsdóttir 16 stig. 

Ísland mætir Eistlandi í þriðja leik á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert