KR-ingurinn leggur skóna á hilluna

Gunnar Ingi Harðarson, lengst til hægri að fagna sæti í …
Gunnar Ingi Harðarson, lengst til hægri að fagna sæti í úrvalsdeild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuboltamaðurinn Gunnar Ingi Harðarson, leikmaður KR, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Gunnar er 27 ára gamall og var lykilleikmaður í liði KR sem vann 1. deild á síðasta tímabili og fékk sæti í úrvalsdeildinni.

Hann hefur spilað fyrir KR, FSu, Haukum, Ármann og Val á Íslandi og Freedom Christian í miðskóla og Belmont Abbey í bandaríska háskólaboltanum. Hann spilaði einnig með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma.

Gunnar ætlar nú að einbeita sér að þjálfun en hann þjálfar yngriflokka KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert