Svekkjandi tap gegn Eistlandi

Drengjalandslið Íslands í körfubolta.
Drengjalandslið Íslands í körfubolta. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska U16 ára landslið drengja tapaði 81:74 gegn Eistlandi á Norðurlandamótinu í körfubolta í Finnlandi í dag.

Þetta var þriðji leikur Íslands af fimm en Ísland tapaði fyrsta leikn­um gegn Nor­egi en vann gegn Svíþjóð í síðasta leik.

Eistland var yfir í fyrsta leikhluta, 20:10 eftir jafnar tíu mínútur en Eistland var með yfirhöndina allan annan leikhluta og leiddi í hálfleik, 34:31.

Íslenska liðið komst yfir um miðjan þriðja leikhluta, 39:38 en Eistland var með tíu stiga forskot þegar honum lauk, 56:46 og var yfir allan fjórða leikhlutann.

Patrik Birmingham var stigahæstur fyrir íslenska liðið með 20 stig og Jakob Leifsson skoraði 16 stig og tók átta fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert