„Er búin að láta hann heyra það nokkrum sinnum“

„Þeir eru mjög ólíkar týpur og Hörður er líka geggjaður,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.

Birna, sem er 23 ára gömul, varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Keflavík á dögunum eftir öruggan sigur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:0.

Vildi ekki hrósa honum of mikið

Sverrir Þór Sverrisson stýrði Keflavík til sigurs á Íslandsmótinu í ár en landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson stýrði Keflavíkurliðinu á síðustu leiktíð þar sem liðið varð deildarmeistari og endaði í öðru sæti Íslandsmótsins og bikarkeppninnar.

„Ég ætla ekki að hrósa honum of mikið, ef ske kynni að hann skildi horfa á þetta,“ sagði Birna og hló.

„Sverrir vinnur mikið í andlega þættinum á meðan Hörður er mikið að pæla í körfuboltanum. Við nýttum okkur klárlega það sem við lærðum af Herði á þessu tímabili.

Ég er búin að láta hann heyra það nokkrum sinnum fyrir að hafa hætt að þjálfa okkur,“ sagði Birna meðal annars.

Viðtalið við Birnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hörður Axel Vilhjálmsson stýrði Keflavík á síðustu leiktíð.
Hörður Axel Vilhjálmsson stýrði Keflavík á síðustu leiktíð. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert