„Maður heyrði af því að þeir hefðu tapað viljandi“

„Maður heyrði af því að þeir hefðu tapað viljandi, í lokaleiknum sínum í deildinni, til þess að fá okkur í 1. umferð úrslitakeppninnar,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.

Kristófer, sem er þrítugur, varð Íslandsmeistari með Val á dögunum eftir sigur gegn Grindavík í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.

Veit ekki hvort þetta sé satt

Valsmenn unnu 3:1-sigur gegn Hetti í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins en liðið vann svo Njarðvík í oddaleik í undanúrslitunum.

„Þeir töldu sig þá eiga besta möguleikann gegn okkur og þetta gaf okkur auka kraft þó við höfum aldrei rætt þetta eitthvað út á við, eingöngu í klefanum bara,“ sagði Kristófer.

„Maður veit ekkert hvort þetta sé satt eða ekki en við litum á þetta sem ákveðna vanvirðingu gagnvart okkur þar sem við vorum frekar laskaðir á leið inn í úrslitakeppnina,“ sagði Kristófer meðal annars.

Viðtalið við Kristófer í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kristófer Acox sækir að Hattarmönnum í 8-liða úrslitunum.
Kristófer Acox sækir að Hattarmönnum í 8-liða úrslitunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert