Álftanes fær liðsauka frá Stjörnunni

Tómas Þórður Hilmarsson í leik með Stjörnunni.
Tómas Þórður Hilmarsson í leik með Stjörnunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tómas Þórður Hilmarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Álftaness en hann hefur leikið nánast allan sinn feril hér á landi með Stjörnunni.

Tómas er þrítugur framherji og hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, og 357  meistaraflokksleiki fyrir Garðabæjarfélagið en hann lék fyrst með meistaraflokki Stjörnunnar sextán ára gamall. Hann hefur fimm sinnum orðið bikarmeistari með Stjörnunni. Þá lék Tómas í bandaríska háskólaboltanum og um skeið á Spáni.

Tómas lék kornungur með FSu frá Selfossi í 1. deild karla, sem lánsmaður frá Garðabæjarliðinu, og spilaði þá undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar, núverandi þjálfara Álftanes, sem einnig þjálfaði Tómas í yngri flokkum Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert