Gríska undrið fer á Ólympíuleikana

Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt.
Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt. AFP/Aris Messinis

Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks í bandarísku NBA-deildinni, og liðsfélagar hans í gríska landsliðinu í körfubolta tryggðu sér sæti á Ólympíuleikunum í nótt. 

Grikkland vann Króatíu, 69:80, og Antetokounmpo skoraði 23 stig og tók átta fráköst í sigrinum.

Þetta er í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 sem Grikkland keppir í körfubolta á leikunum.

Grikkland, Brasilía, Spánn og Púertó Ríkó voru síðustu þjóðirnar til þess að tryggja sér sæti á leikunum. 

Spánn - Bahamaeyjar 86:78

Brasilía - Lettland 94:69

Púertó Ríkó - Litháen 79:68

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert