Landsliðskona til Grindavíkur

Isabella Ósk Sigurðardóttir er komin til Grindvíkinga.
Isabella Ósk Sigurðardóttir er komin til Grindvíkinga. mbl.is/Óttar Geirsson

Isabella Ósk Sigurðardóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er gengin til liðs við Grindvíkinga og hefur samið um að leika með þeim næstu tvö árin. Karfan.is greinir frá þessu.

Isabella er uppalin hjá Breiðabliki en kemur til Grindavíkur frá Njarðvík þar sem hún lék á síðasta keppnistímabili.

Isabella hefur spilað talsvert erlendis, með Zadar í Króatíu, Panserraikos í Grikklandi og South Adelaide Panthers í Ástralíu. Hún á að baki fjórtán landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert