Strákarnir fengu silfur eftir stórsigur

U16 ára landslið Íslands í körfubolta.
U16 ára landslið Íslands í körfubolta. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik, 16 ára og yngri, vann stórsigur á gestgjöfunum Finnum, 99:79, í lokaumferð Norðurlandamótsins í dag.

Þar með hrepptu strákarnir silfurverðlaunin á mótinu en þeir unnu þrjá leiki og töpuðu tveimur í Finnlandi.

Staðan í hálfleik var 42:37, Finnum í hag, en Íslendingar sneru leiknum sér í hag í þriðja leikhluta og skoruðu alls 62 stig gegn 37 í síðari hálfleiknum.

Leó Steinsen var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig, Jakob Leifsson skoraði 18, Róbert Óskarsson 18 og Patrik Birmingham 18. Jakob átti auk þess níu stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert