Stúlkurnar töpuðu fyrir Finnum

Hulda María Agnarsdóttir skoraði 19 stig fyrir Ísland.
Hulda María Agnarsdóttir skoraði 19 stig fyrir Ísland. mbl.is/Óttar Geirsson

Stúlkurnar í U16 ára landsliði Íslands í körfuknattleik töpuðu fyrir Finnum, 78:57, í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Lohja í Finnlandi í dag.

Staðan í hálfleik var 30:24, finnsku stúlkunum í hag, og þær juku forskotið smám saman í síðari hálfleiknum.

Íslenska liðið vann tvo af fimm leikjum sínum á mótinu.

Hulda María Agnarsdóttir lét mest að sér kveða í dag en hún var með 19 stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar. Sara Björk Logadóttir  skoraði 9 stig og tók fimm fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert