Liðsauki í Skagafjörðinn

Laura Chahrour í leik á Spáni.
Laura Chahrour í leik á Spáni. Ljósmynd/FIBA

Spænsk-svissneska körfuknattleikskonan Laura Chahrour hefur samið við Tindastól, nýliðana í úrvalsdeild kvenna, um að leika með félaginu næsta vetur.

Laura er 29 ára bakvörður sem kemur frá spænska liðinu Al-Qazeres þar sem hún lék í B-deildinni á síðasta tímabili.

Áður hefur hún leikið með mörgum liðum í sömu deild, en einnig með Geneve í Sviss og var tvö ár í Líbanon og hún er bæði skráð sem Spánverji og Svisslendingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert