Hinn danski Jokic til Þórs

Morten Bulow, nýjasti leikmaður Þórs.
Morten Bulow, nýjasti leikmaður Þórs.

Þór úr Þorlákshöfn hefur fengið til liðs við sig Morten Bulow, danskan landsliðsmann í körfuknattleik, fyrir næsta keppnistímabil.

Bulow, sem er 2,04 metrar á hæð, kemur frá Randers Cimbria í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Hann er 25 ára gamall og spilar bæði sem framherji og miðherji, og að sögn Þórsara er hann oft kallaður „hinn danski Jokic“, með tilvísun í Nikola Jokic, Serbann öfluga hjá Denver Nuggets.

Bulow hóf ferilinn með Herlev í Danmörku en lék síðan með Norrköping í Svíþjóð og Ciudad de Ponferrada í spænsku C-deildinni áður en hann kom til liðs við Randers árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert