Fá bandarískan liðsauka frá Frakklandi

Tyson Jolly er nýr leikmaður Hauka.
Tyson Jolly er nýr leikmaður Hauka.

Haukar hafa fengið til liðs við sig bandaríska körfuknattleiksmanninn Tyson Jolly og samið við hann um að spila með þeim í úrvalsdeildinni næsta vetur.

Jolly er 26 ára gamall hávaxinn bakvörður, sem leikur bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður. Hann kemur til Hauka frá franska C-deildarliðinu Avignon/Pontet þar sem hann var með um 14 stig og þrjú fráköst að meðaltali í leik síðasta vetur.

Áður lék hann með Iona-háskólanum í Bandaríkjunum og var einn af bestu leikmönnum í sinni deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert