Misstu af bronsinu og A-deild

Eva Wium Elíasdóttir var stigahæst fyrir Ísland í dag.
Eva Wium Elíasdóttir var stigahæst fyrir Ísland í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U20 ára kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Tékklandi, 77:52, í leiknum um þriðja sætið í B-deild Evrópumótsins í Sófíu í Búlgaríu í dag. Ísland fer því ekki upp í A-deild. 

Margir leikmenn íslenska hópsins urðu fyrir veikindum vegna matareitrunar sem kom upp á hótelinu sem þær gistu á.  

Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn brösuglega með aðeins þrjú stig gegn 18 stigum Tékka. Annar leikhluti var aðeins jafnari og var staðan í hálfleik, 38:19.  

Tékkland stækkaði forystuna í síðari hálfleik og endaði Ísland á því að tapa með 25 stiga mun, 77:52.  

Eva Wium Elíasdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig. Á eftir henni var Agnes María Svansdóttir með 12 stig og Anna Lára Vignisdóttir með 8 stig. Heiður Karlsdóttir tók 10 fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert