Keflvíkingurinn í liði mótsins

Agnes María Svansdóttir átti afar gott mót.
Agnes María Svansdóttir átti afar gott mót. Ljósmynd/FIBA

Keflavíkingurinn Agnes María Svansdóttir var valin í úrvalslið B-deildar Evrópumótsins í körfubolta en hún átti stóran þátt í að íslenska liðið endaði í fjórða sæti og náði sínum besta árangri til þessa.

Agnes var í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn mótsins með 17 stig að meðaltali í leik. Þá skoraði hún 26 stig er Ísland vann stórsigur á Írlandi og tryggði sér sæti í undanúrslitum.

Matareitrun herjaði á íslenska liðið eftir riðlakeppnina og tapaði það fyrir Tékklandi og Belgíu í undanúrslitum og leiknum um þriðja sætið.

Agnes var einnig valin í úrvalslið Norðurlandamótsins í síðasta mánuði er Ísland hafnaði í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert